Áfram
Stelpurnar okkar í Mos Mosh á EM

Stelpurnar okkar í Mos Mosh á EM

Við hjá Hrafnhildi erum afar stoltar af því að fá að dressa stelpurnar okkar og starfsfólk KSÍ fyrir EM í Englandi!
Þær völdu sér dökkbláar Mos Mosh dragtir, hvítan bol og skyrtu.  Það verður flottur heildarsvipur á liðinu þó hver og ein hafi getað valið á milli tveggja sídda á jakka og mismunandi buxnasniða. Eins og við þekkjum er svo mikilvægt að okkur líði vel í því sem við klæðumst og sniðin henti okkur persónulega. 
Glæsilegur hópur og miklar fyrirmyndir sem við hlökkum til að fylgjast með í fyrsta leik gegn Belgíu þann 10. júlí - Áfram Ísland!
Næsta grein Má bjóða þér að vera í vildarklúbbi hjá Hrafnhildi? 🤩