Áfram

Um okkur

Hjá Hrafnhildi er fjölskyldufyrirtæki sem hefur það markmið að bjóða konum upp á fjölbreytt úrval af vönduðum fatnaði í stærðum 34-52. Persónuleg og framúrskarandi þjónusta er okkar aðalsmerki.

Við erum þekkt fyrir að bjóða upp á einstaka breidd í vöruúrvali en við tökum inn nýjar sendingar oft í viku. Danskur og þýskur fatnaður er mest áberandi í bland við vandaða leðurskó frá Ítalíu og Spáni. Kjólar og annar sparifatnaður hefur verið sérstaklega vinsæll hjá okkur enda algengt að konur komi til okkar til að finna hið fullkomna dress fyrir brúðkaup, fermingar, útskriftir eða aðra stóra viðburði. Hjá okkur eru alltaf næg bílastæði og aðgengi gott.

Saga hjá Hrafnhildi

­Árið 1992 hóf Hrafnhildur Sigurðardóttir heitin að selja þýskan kvenfatnað á heimili sínu að Sævarlandi í Fossvoginum. Það hafði lengi verið draumur Hrafnhildar að setja á stofn tískuvöruverslun með vandaðan kvenfatnað enda hafði hún lengi haft tækifæri til að fylgjast með því sem var að gerast á því sviði í nágrannalöndum Íslands, einkum í Þýskalandi. Reksturinn var fljótur að sprengja húsnæðið utan af sér og árið 1996 flutti verslunin á Engjateig 5 þar sem hún er staðsett í dag. Árið 2000 var verslunin stækkuð og tók þá undir sig alla jarðhæðina.

 

 

Aðeins fimm­tug að aldri féll Hrafn­hild­ur skyndi­lega frá og tók þá eig­inmaður henn­ar Antoníusi Þ. Svavarsson við versl­un­inni allt til árs­ins 2008. Ása Björk Antoníusdóttir, dóttir Hrafnhildar, tók við fyrirtækinu árið 2008 og hefur haldið vel á lofti því merki sem Hrafnhildur heitin reisti í upphafi sem byggðist á framúrskarandi þjónustu og vandaðri vöru. Það má segja að hjá Hrafnhildi sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki en móðuramma og-afi Ásu Bjarkar störfuðu einnig hjá fyrirtækinu um árabil.

Árið 2016 var verslunin stækkuð um helming og er um 600fm í dag. Eftir stækkun jókst vöruúrvalið til muna og var vinsælum dönskum merkjum bætt við. Margrét Káradóttir hefur verið starfandi verslunarstjóri frá árinu 2017 og Katrín Garðarsdóttir sem aðstoðar verslunarstjóri frá árinu 2018.